Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 13:00

Heimslistinn: Rickie Fowler varði áramótunum með DJ og Paulinu Gretzky

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler varði áramótunum með vinum sínum, hjónaleysunum Dustin Johnson og Paulinu Gretzky á Hawaii.

Paulina er býsna öfundsverð að hafa varið áramótunum með 2 af vinsælustu kylfingum heims!

Rickie Fowler á að baki frábært golfár, þar sem hann vann þrívegis.

Tveir af þessum sigrum voru á PGA Tour á THE PLAYERS og Deutschebank Championship og síðan sigraði hann líka á Opna skoska á Evróputúrnum.

Fowler hefir náð að festa sig í sessi sem einn af bestu bandarísku kylfingunum á síðasta ári og situr nú í 6. sæti heimslistans á eftir þeim (1) Jordan Spieth, (2) Jason Day, (3) Rory McIlroy, (4) Bubba Watson, og (5) Henrik Stenson.

DJ er í 8. sæti og það er enski kylfingurinn Justin Rose sem er í 7. sætinu þ.e. á milli DJ og Fowler.  Og til þess að ljúka þessari stuttu umfjöllun stöðunni á heimslistanum nú um áramótin þá eru það bandarísku kylfingarnir Jim Furyk (9. sæti) og Patrick Reed (10. sæti) sem verma botnsætin á topp-10 á heimslistanum.