Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2015 | 10:00

Ótrúleg mynd af kylfu Tiger frá 2005

Það vita allir golfáhugamenn að Tiger Woods átti frábært ár í golfi árið 2005.

Líklegast  var það eitt af bestu keppnistímabilum hans.

Árið 2005 byrjaði með einvígi Tiger við Phil Mickelson á Doral, þar sem hann hafði betur.

Síðan lauk Tiger keppnistímabilinu með sigri í tveimur risamótum, síðasta sigri hans á Masters og 2. sigri hans á Opna breska og hann vann 6 meiriháttar mót samtals það ár, þ.e. fyrir 10 árum, 2005.

Þetta var einn hápunkta á ferli Tiger eftir að sveifla hans hafði verið tekin í gegn af Hank Haney – sveifla hans virtist algerlega áreynslulaus.

Ef æfingakylfur Tiger frá þessu tímabili eru skoðaðar, nánar eitt  járnið hans (sjá meðfylgjandi mynd) sést að tæringin á kylfu hans er öll á „sweetspotinu“ einmitt þar sem hún á að vera – og endurspeglar það bara hversu nákvæm högg hann sló, sem m.a. átti sinn þátt í að Tiger er í dag, aðeins 40 ára, álitinn einn allra besti kylfingur allra tíma.

Tiger hefir ekki átt gott golfár 2015. Hann er meiddur. En svo mikið er víst að það er nóg golf eftir í honum og spennandi að fylgjast með honum næstu 10-15 árin. Jafnvel bara næsta ár 2016 – ótrúlega spennandi tímar framundan og fróðlegt að sjá hvað Tiger gerir 2016!