Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2015 | 07:00

Axel Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015!!!

Axel Bóasson er Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015.

Hann hefir margoft verið tilnefndur til titilsins en hlaut hann í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði við viðhöfn í gær.

Sjá m.a. eldri tilnefningar sem Axel hefir hlotið og Golf 1 fjallað um með því að SMELLA HÉR 2011 og  SMELLA HÉR 2012:   

Auk Axels hlaut sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir titilinn Íþróttakona Hafnarfjarðar 2015, en Hrafnhildur vann m.a. 5 gull á Smáþjóðaleikunum og hefir áunnið sér þátttökurétt á Olympíuleikunum í Ríó 2016!!!

 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Axel Bóasson. Mynd: Mbl.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Axel Bóasson. Mynd: Mbl.

Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 25 ára. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011 og var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann lék með skólaliði Mississippi State.

Árið í ár hefir verið Axel gott. Hann er stigameistari GSÍ í karlaflokki. Axel er Íslandsmeistari í holukeppni og náði auk þess 2. sætinu í Íslandsmótinu í höggleik.  Þess utan tryggði hann sér þátttökurétt á Nordic League, sem er stökkbretti inn á stóru mótaraðirnar í Evrópu.  Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Axel.

Golf 1 óskar Axel innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar – sem er svo sannarlega margverðskuldaður!!!

Alls urðu 489 hafn­firsk­ir íþrótta­menn úr 13 íþrótta­fé­lög­um Íslandsmeistarar, í 19 íþrótta­grein­um. 15 lið unnu til bikar­meist­ara­titla, alls 170 ein­stak­ling­ar, og 2 hlutu Norður­landa­meist­ar­atitila.

Frá verðlaunaafhendingu Íþróttamanns Hafnarfjarðar 2015. Mynd: Í eigu Þórdísar Geirsdóttur

Frá verðlaunaafhendingu Íþróttamanns Hafnarfjarðar 2015. Mynd: Í eigu Þórdísar Geirsdóttur