10 helstu afrek Tiger á golfvellinum
Þetta er síðasti dagurinn sem Tiger Woods er þrjátíu og eitthvað. Á morgun á golfgoðsögnin 40 ára afmæli. Í tilefni þess verða rifjuð upp 10 helstu afrek hans á golfsviðinu:
1 Hann vann fyrsta risamótið sitt sem atvinnumaður með 12 högga mun á næsta keppanda.
2 Tiger var svo stressaður þegar hann spilaði með Sir Nick Faldo 1997 að hann var á 40 höggum fyrri 9 á lokahringnum, en tókst samt að snúa öllu sér í vil á seinni 9.
3 Tiger vann Opna bandaríska árið 2000 með 15 högg á næsta mann. Þetta er án efa einhverjir mestu yfirburðir í golfi sem sést hafa og það var á Pebble Beach af öllum stöðum.
4 Tiger var búinn að sigra í 14 risamótum 32 ára. Næst besti árangur af kylfingi af hans kynslóð er sigur Phil Mickelson í 5 risamótum en hann var ekki búinn að sigra í neinu þeirra 32 ára.
5 Tiger vann 18 heimsmót. Sá sem sigrað hefur næstoftast er Geoff Ogilvy en hann hefir sigrað í 3 heimsmótum.
6 Tiger var búinn að sigra í öllum 4 risamótunum 2001. Hann vann þau ekki öll á sama keppnistímabilinu. En að sigra í 4 risamótum í röð er næstum alveg jafngott og risamótmet Jack Nicklaus upp á sigur í 18 risamótum.
7 Tiger hefir sigrað í 79 mótum á PGA Tour. Það er aðeins 1 sem stendur Tiger framar en það er Sam Snead sem sigrað hefir í 82 mótum og hann var 52 þegar hann var búinn að sigra í öllum þessum mótum og þurfti 30 keppnistímabil til. Tiger er kominn í 2. sætið á eftir Snead á aðeins 18 keppnistímabilum.
8 Tiger hefir sigrað í 5 mótum á sama keppnistímabili PGA Tour 10 sinnum en aðeins 4 kylfingum á s.l. 20 árum hefir tekist það þ.á.m. Jordan Spieth og Jason Day á þessu ári. En þeir komast ekki með tærnar þar sem Tiger hefir hælanna hvað varðar fjölda skipta sem honum hefir tekist það.
9 Tiger hefir sigrað í 3 mótum 7 sinnum hvert, þar af tvö í 8 skipti. Að sigra 8 sinnum á PGA Tour þykir býsna flottur ferill. Sett í þetta samhengi þá sést hversu brillíant það er af Tiger að hafa sigrað bæði Arnold Palmer Invitational og Bridgestone Invitational 8 sinnum and the Farmers Insurance Open 7 sinnum.
10 Tiger á metið í stigum á heimslistanum jafnvel þó hann sitji í 416. sæti heimslistans nú. Enginn hefir hlotið jafnmörg stig á heimslistanum né setið jafnlengi í 1. sæti listans og Tiger.
Hins vegar mætti rifja upp tölfræði sem Tiger vildi líklegast ekki hafa í golfinu en það er Ryder bikars ferill hans upp á Ryder Cup record W13 L17 H3 (Tiger er allt of mikill einstaklingshyggjumaður heldur en „team player“ og janfvel þó hann kynni að mótmæla, en jafnvel þegar hann var yngri var aldrei neinn sérstakur metnaður hjá honum að komast í Ryder bikars liðið.)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
