Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 07:00

GKG: Ungir afrekskylfingar GKG á fullu í keppnisgolfi um jólin

Ungir GKG kylfingar nýta jólafríið heldur betur vel til að keppa í Flórída enda aðstæður frábærar, eða kannski aðeins of góðar, en 28-32° stiga hiti er um þessar mundir í Flórída.

Sigurður Arnar Garðarsson og systurnar Hulda Clara og Eva María Gestsdætur eru að keppa á Doral Publix mótinu í Miami, en mótinu lýkur í dag. Þetta mót er fyrir stráka og stelpur niður í 7 ára aldur og er stemmningin létt og góð þá hart sé barist. Krakkarnir fengu til að mynda lukkudýr fyrir lokahringinn að gjöf frá mótshöldurum. Mótið fer fram á hinum fræga Trump Doral velli, þar sem WGC Cadillac mótið fer fram á PGA mótaröðinni. Hægt er að skoða lokastöðuna í Doral Publix með því að SMELLA HÉR:

Sigurður mun jafnframt keppa á American Junior mótinu 28.-30. des í St. Augustine. Fylgjast má með Sigurði á American Junior með því að SMELLA HÉR: 

Hlynur Bergsson keppti í t í Doral Publix mótinu (16-18 ára) 20.-23. des, og síðan keppir hann í hinu  virta Junior Orange Bowl móti 26.-28. des. Hlynur komst í gegnum niðurskurð og lauk keppni T-52 af 65 keppendum, sem er fínn árangur!!! Í Doral Publix mótinu Sjá má lokastöðuna í Doral Publix mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Már Garðarsson keppti á South Beach International mótinu 20.-23. des í Miami (ásamt Andra Þór Björnssyni, GR). Þetta mót er með sterkari áhugamannamótum í heiminum. Þeir báðir voru 4-5 höggum frá að komast í gegnum niðurskurð og má sjá lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Loks keppir Elísabet Ágústsdóttir keppir á Hurricane Junior Tour mótinu sem fer fram á Orange County National vellinum í Orlando 26.-28. des. Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar þeim sem eftir eiga að keppa í mótum góðs gengis og þeim sem þegar hafa keppt til hamingju!