Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2015 | 17:00

Rory býst við að Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy telur að  nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth muni ströggla á næsta ári, þ.e. eiga erfitt með að endurtaka frábæran árangur sinn frá því á þessu ári.

Í ár, þ.e. 2015 blómstraði Spieth og vann 2 risamót í röð þ.e. Masters og Opna bandaríska og velti síðan Rory úr efsta sæti heimslistans.

Golfsagan segir okkur að þeir kylfingar sem unnið hafa fleiri en eitt risamót á ári hefir ekkert gengið sérlega vel árið eftir … og það er nokkuð sem Rory t.a.m. veit mætavel.  Árið 2014 sigraði Rory þannig t.a.m. á Opna breska og PGA Championship en árið í ár (2015) hefir ekkert verið sérstakt.  Hann féll m.a. í 3. sætið á heimslistanum.

Reyndar er Spieth 32. kylfingurinn sem tekst hefir að sigra 2 risamót á einu og sama keppnistímabili og af þeim er það aðeins 1 kylfingi sem tekist hefir að endurtaka afrekið árið eftir …. .

„(Árið) mun verða algerlega öðruvísi fyrir Jordan,“ sagði Rory í viðtali við The Telegraph.

Ef maður lítur á tölfræðina og sér hvernig þeir sem sigrað hefir á tveimur risamótum hefir gengið árið eftir – nú, þá sést að erfitt hefir reynst fyrir kylfinga að endurtaka leikinn. Það eru svo miklar væntingar, svo mikil athygli og einbetinging. Og ég held að það er mikið af sjálfskapaðri pressu þar sem væntingar manns sjálfs eru svo miklar.“

Á þessum tíma á síðasta ári voru þær (væntingar mínar) himinháar eftir frábært keppnistímabil og eftir að hafa sigrað í tveimur risamótum og jafnvel þó ég byrjaði vel þá komst ég ekkert vegna meiðsla og annars.“

Það hafa verið stundir þar sem mér hefir fundist ég vera að leika vel, en mér hefir aðeins tekist að vera á parinu og þegar maður lítur upp þá er Jordan Spieth þarna 12 undir pari eftir 2 keppnisdaga. Ég er ekkert að segja að valtað hafi verið yfir mig á þessu ári, og ég mun svo sannarlega ekki verða það á næsta ári. Ég spila á [the Northern Trust Open at] Riviera í fyrsta skipti og þar sem WGC Matchplay flyttst til mun Augusta verða 8. mótið á dagskránni hjá mér.“

Rory var ekkert ánægður með 2015 keppnistímabil sitt en eftir að hafa sigrað á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship í Dubai, þá finnst honum hann hafa náði „touch-i“ sínu aftur.

Þetta var í fyrsta skipti frá meiðslum mínum sem ég fékk svolítinn hraða aftur í sveiflu mína. Ég var að slá langt og ég var loks að spila eins og mig langaði aftur. Þetta hefir verið þróun en það kom bara allt saman í Dubaí og ég er spenntur fyrir næsta ári,“ bætti hann (Rory) við.

Ég vildi komast í ritma þar sem manni líður ekki eins og við upphaf keppnistímabils, heldur þar sem manni finnst maður hafa „spilað sig til.“