Fimm sem töpuðu stórt e. að hafa verið í forystu f. lokahring 2015
Það að sigra ekki í móti eftir að hafa verið í forystu fyrir lokahringinn í 3-4 daga móti er ekkert nýtt eða óþekkt í golfi.
Það voru þó fimm kylfingar/lið kylfinga, sem töpuðu sérlega stórum mótum eða klaufalega eftir að hafa haft afgerandi forystu fyrir lokahringi á árinu 2015.
Hér verða þessi atvik rifjuð upp:
1 Par sem Dustin Johnson (oft nefndur DJ) fékk á lokaholu Opna bandaríska þar sem hann ÞRÍPÚTTAÐI varð til þess að hann varð af sigri á fyrsta risamóti sínu.
2 Martin Kaymer var með 6 högga forystu fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Golf Championship og fáum grunaði annað en að auðveldur sigur væri í nánd fyrir þennan snjalla þýska kylfing. Annað kom þó á daginn. Hann fékk síðan 3 fugla á fyrstu 4 holur lokahringsins, en síðan seig á ógæfuhliðina og Gary Stal stóð uppi sem sigurvegari – stal sigrinum svo að segja! En Kaymer vann ekki einn einasta sigur á árinu. Annus horibilis fyrir aumingja Kaymer.
3 Ian Poulter hefir ekki sigrað á móti síðan á árinu 2012 og þá á WGC-HSBC Champions. Hann missti af glæstu tækifæri að bæta þar úr á Honda Classic mótinu, en hann var með 3 högga forystu fyrir lokahringinn, sem hann glutraði klaufalega niður. Allt gekk á afturfótunum hjá Poulter lokahringinn, sem hann lék á 74 höggum og tapaði í heildina með 1 höggi fyrir Pádraig Harrington.
4 Charl Schwartzel var álitinn sigurstranglegastur á heimavelli á South Afrícan Open og var líka með 5 högga forystu fyrir lokahringinn, sem honum tókst að sólunda á ævintýralegan hátt. Forystan var enn 4 högga þegar hann fór á teig á 14. braut og fékk smá taugaveiklis skolla að því er virtist en þegar kom á 16. fékk hann skramba vegna þrípútts og missti enn högg á næstu holu meðan Andi Sullivan jafnaði við Schwartzel á lokasprettinum og knúði fram bráðabana, sem hann vann síðan með glæsi- fugli, eftir ótrúlega björgun þegar bolti hans fór í tré! Svona getur golfið verið grimmt stundum!
5 Solheim Cup 2015 Þvílíkt drama!!! Og þvílíkt tap fyrir lið Evrópu eftir að hafa verið í forystu 10-6 fyrir lokatvímenningsleikina. Margir kenna tapið reglufestu eins reyndasta kylfings í liði Evrópu, þ.e. norsku frænku okkar Suzann Pettersen – sem eiginlega krækti í 10. stigið vegna þess að hún klagaði yfir nýliða í bandaríska liðinu; sem hleypti illu blóði í allt heila liðið sem mætti tvíelft til leiks í tvímenningsleikjum sunnudagsins og vann sögulegan sigur í Evrópu! Lið Bandaríkjanna stóð að loknum tvímenningsleikjunum uppi sem sigurvegari með 14 1/2 stig g. 13 1/2.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024





