Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 22:45

GP: Bára M. Pálsdóttir fallin frá

Bára Margrét Pálsdóttir, kylfingur frá Patreksfirði er fallin frá.  Bára var fædd 4. febrúar 1953.

Bára Margrét var góður kylfingur. Hún varð t.a.m. í 2. sæti í Vestfjarðamótinu 2004.

Hún var í sveit GP sem keppti í sveitakeppnum GSÍ.  Bára varð T-2 í Sjávarútvegsmótaröðinni 2009.

Bára Margrét sigraði í Íslandssögumótinu s.l. sumar s.s. Golf 1 greindi frá og sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Eiginmaður Báru var Ólafur Magnússon, sem lést 2008 en hann var einnig mikill kylfingur, en þau hjón hófu golfleik 1996.

Banamein Báru Margrétar var lungnakrabbamein. Hún vakti m.a. athygli á seinagangi í heilbrigðiskerfinu og aðstöðumun þeirra sem búa á landsbyggðinni þegar kemur að aðgangi að heilbrigðiskerfinu. Sjá með því að SMELLA HÉR:

Bára Margrét lætur eftir sig tvö uppkomin börn og barnabörn.

Golf 1 vottar aðstandendum Báru Margrétar svo og vinum og vandamönnum innilegustu samúð.