Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 12:15

Tiger verður að borga Elínu $54,5 milljónir f. 15. jan n.k.

Golfgoðsögnin Tiger Woods verður að borga sinni fyrrverandi Elinu Nordegren $54.5 milljónir fyrir 15. janúar 2016.

Ef hann getur ekki komið upp með handbært fé á þeim tíma gæti hann misst heimili sitt á Jupiter Island í Flórída.

Skv. skilnaðarskilmálum samþykkti Tiger að greiða Elínu $110 milljónir yfir 6 ára tímabil.  Nú er tíminn hér um bil liðinn og Tiger skuldar Elínu enn $54.5 milljónir.

Húsið á Jupiter Island er undir vegna þess að Elín á 1. veðrétt í húsinu.

En flestir eru þó á því að Tiger geti snarað út $ 54.5 milljónir (þetta er verðlaunafé fyrir 1. sæti á PGA Tour í svona 25 mótum og Tiger hefir nú ekki verið að vinna mörg slík undanfarið auk þess sem fjarað hefir undan stórum auglýsingasamningum hjá honum – og hann er ekkert að keppa í augnablikinu og óvíst hvenær hann kemur aftur vegna bakmeiðslanna …. og hann er kvenmannslaus því þau Lindsey Vonn eru hætt saman).

Hamingjan sanna, það á ekki af Tiger að ganga!