LeBron James
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 10:00

LeBron James féll á Ellie Day … hún varð að fara á sjúkrahús

LeBron James gat ekki stoppað sig þegar hann stökk upp í loft … og lenti á áhorfanda körfuboltaleiksins, eiginkonu nr. 2 á heimslistanum Jason Day, Ellie.

Það var ekkert sem hann gat gert til að koma í veg fyrir atvikið.

Ellie Day varð að fara á sjúkrahús eftir áreksturinn við 130 kg körfuboltahetjuna í 4. leikhluta leiks milli Clevland og Oklahoma City Thunder í gær, en Cleveland vann 104-100.

Ellie Day borin út í sjúkrabíl í gær

Ellie Day borin út í sjúkrabíl í gær

The Cavaliers voru ekki að upplýsa um líðan Ellie strax.

Stuttu eftir atvikið beindist öll athyglin að því og leikurinn sjálfur varð aukaatriði.

Ellie Day, sem fæddi þeim hjónum dóttur aðeins í síðasta mánuði var borin á börum í sjúkrabíl sem beið fyrir utan  Quicken Loans höllina og farið með hana á MetroHealth Medical Center. Jason Day fór með henni.

James hélt í hönd hennar.

Hún kreisti höndina á mér og sagði að það væri allt í lagi með hana,“ sagði James í viðtali. „Ég held að hún hafi aðeins verið svolítið búin á því. Fyrir mig er heilsa hennar mikilvæg og  vona að það gangi allt vel hjá henni. Náungarnir (sjúkraflutningamennirnir) sögðu að henni gengi frábærlega. Ég var bara að reyna að halda boltanum í leik, ég hata að þetta skyldi fara svona.“

Klukkustund eftir leikinn tvítaði James: „Ellie Day ég vona að þú sért OK! Afsakaðu! Ég vona að þið hjónin komið aftur á leik hjá okkur fljótt. Með ástarkveðju, LJ!“

Gefið var út síðar að Ellie hefði hlotið einkenni heilahristings eftir samstuðið við LeBron.

Hún var þó í jólaskapi og sáttfús og sagði eftir að hún var orðin nógu hress að James hefði aðeins verið að vinna vinnuna sína.