Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2015 | 17:55

Champions Tour: Langer leikmaður ársins

Þýski golfsnillingurinn Bernhard Langer var valinn leikmaður ársins á bandarísku PGA Öldungamótaröðinni, Champions Tour í ár, 2015.

Verðlaunin fyrir titilinn, The Jack Niclaus Award voru afhent Langer á PNC Father-Son Challenge í Orlando, Flórída.

Langer býr einmitt í Boca Raton í Flórída. Honum tókst að lyfta Charles Schwab bikarnum í 3. sinn á árinu en áður var hann búinn að hljóta bikarinn tvívegis.

Ég er ánægður með að félagar mínir völdu mig leikmann ársins,“ en hann vann í vali milli hans og þeirra  Maggert, Andrade, Montgomerie og Marco Dawson. „Að hljóta The Jack Nicklaus Award hefir mikla þýðingu á ferli mínum og að hafa unnið verðlaunin 5 sinnum er asni sérstakt.  Það eru svo margir frábærir kylfingar á the Champions Tour og það er svo mikil samkeppni þar. Þessi heiður stendur fyrir nokkuð sem ég tek ekki sem sjálfgefnu.“