Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler ——————- 13. desember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 14 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur.

Finnbogi Steingrímsson. Mynd: Í einkaeigu

Finnbogi Steingrímsson. Mynd: Í einkaeigu

Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 27 ára afmæli í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship.

Hann hefir átt frábært ár á PGA Tour nú í ár, 2015.

Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Boys bandinu, sem átti gríðarlega vinsælt lag Oh, Oh, Oh, sem hlusta má á með því að SMELLA HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Thomas G. Shaw, f. 13. desember 1938 (77 ára); Lotta Wahlin, 13. desember 1983 (32 árs); Sakura Yokomine (横峯さくら f. 13. desember 1985 (30 ára)); Sun Young Yoo (유선영) 13. desember 1986 (29 ára); Curtis Thompson, (bróðir Lexi), 13. desember 1992 (23 ára) …. og ….. Skæs Skart (49 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is