Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2015 | 10:00

Asíutúrinn: Donaldson sigraði á Thai Golf Championship

Það var Walesverjinn Jamie Donaldson sem stóð uppi sem sigurvegari á Thaí Golf Championship nú í morgun.

Donaldson átti glæsilokahring upp á 65 högg, sem nýliðinn franski Clement Sordet átti ekkert svar við, en hann var í forystu öllum að óvörum fyrir lokahringinn í gær.  Þrátt fyrir hetjulega baráttu og skor upp á 67 lauk Sordet keppni 3 höggum á eftir Donaldson.

Ekki nóg með það heldur deildi Sordet 2. sætinu með Lee Westwood, en þeir báðir léku á samtals 18 undir pari, meðan sigurskor Donaldson var 21 undir pari (63 68 71 65).

Fjóða sætinu deildu Sergio Garcia og  Byeonghun An frá S-Kóreu á samtals 14 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokaskorið á Thaí Golf Championship SMELLIÐ HÉR: