Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 07:30

Mercedes Benz keppni Kaymer og Rosberg

Tvöfaldi risamóts sigurvegarinn þýski Martin Kaymer keppti við landa sinn Nico Rosberg, í ýmsum þrautum á golfvellinum.

Alls voru þrautirnar 5 og var þeirri síðustu póstað í gær, en þá var staðan jöfn eftir að Kaymer hafði sigrað í púttkeppni milli þeirra beggja.

Sjá má púttkeppnina milli þeirra með því að SMELLA HÉR, en þar sýnir Kaymer snilli sína í púttum svo ekki verður um villst.

Hins vegar sigraði Rosberg keppnina milli þeirra á svindli s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR:

en þar voru þeir látnir keppa um að  fjarstýra míníútgáfum af Mercedes bílum.  Skemmtileg grínkeppni engu að síður hjá einum helsta styrktaraðila Kaymer, Mercedes Benz!