Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 07:00

LET: Spiranac nær ekki niðurskurði

Einn þátttakandi á Omega Dubai Ladies Masters, bandaríski kylfingurinn Paige Spiranac, hefir hlotið meiri athygli en nokkur í mótinu og gert væntanlega í raun það sem skipuleggjendur mótsins vonuðust, þegar þeir buðu henni þátttöku, að vekja athygli á því.

Spiranac er 22 ára nýútskrifuð frá San Diego úr bandaríska háskólagolfinu og er þekktust fyrir að eiga 500.000 fylgjendur á Instagram, þar sem hún póstar reglulega kynþokkafullum myndum af sér.

Það eru fleiri fylgjendur en þekktir LPGA kylfingar s.s. Natalie Gulbis, Lydia Ko, Lexi Thompson og Michelle Wie eiga samanlagt á Instagram.

Fannst mörgum sem Spiranac hefði bara verið boðið til að vekja athygli á mótinu, sem svo sannarlega hefur tekist, vegna góðs útlits hennar. Gagnrýnisraddir á hinn bóginn segja að sæti hennar í mótinu hafi betur átt að veita LET kylfingi, atvinnu-eða áhugamanni sem ætti það meir skilið en Spiranac.

Gagnrýnisraddirnar hljóta nokkrar undirtektir nú þegar Spiranac er dottin úr mótinu eftir hringi upp á 77 og 79 og 101. sætið af 107 veruleiki.

Spiranac var grátandi þegar golffréttamenn báðu hana um viðtal.

Ég held að sápustykki hefði getað spilað betur,“ sagði Spiranac og var augljóslega að vísa til ummæla golfdrottningarinnar Lauru Davies, sem sagðist fyrir mótið ekki þekkja Spiranac frá sápustykki, en teldi að allir ættu rétt á tækifæri og fagnaði veru Spiranac í mótinu, ef hún sýndi að hún væri góður kylfingur, sem Spiranac gerði ekki, enda kannski ekki furða miðað við hversu mikil pressa hefur verið á þessari ungu, óreyndu stúlku.

Tárin runnu niður kinnar Spiranac þegar hún hélt áfram: „Þetta var bara erfið vika fyrir mig. Mikið stress.“

Mér fannst bara mér vera boðið hingað og ég vildi sanna að það hefði verið af öðrum ástæðum en bara vinsældum mínum á félagsmiðlunum. Vonandi veit fólk núna af þessu móti og horfir á það og ég vona að þeir fylgist líka með mótinu næstu 2 daga og fylgist með toppkonunum og kynnist hversu frábærir þessir kylfingar eru.“

Það er einmitt Laura Davies sem er í 2. sæti á 8 undir pari, 136 höggum og aðeins hin kínverska Shanshan Feng er betri og í 1. sæti en hún er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67).  Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Shanshan Feng

Shanshan Feng

Í augnablikinu fá kylfurnar að fjúka. En ég hugsa ég hafi lært mikið þessa vikuna og vaxið sem persóna,“ sagði Spiranac loks.