Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 14:00

Rory gekkst undir laseraugnskurðaðgerð

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy,  gekkst undir laseraugnskurðaðgerð í þessari viku.

Á facebook síðu sína skrifaði Rory:

Þetta er mannlega versíonin af hinum ógnvænlega K-9 cone … en nota þetta (þ.e. augngrímuna) aðeins þegar ég sef! Laseraugnaðgerðin gekk vel.“

Kannski Rory sé með þessari aðgerð að bæta úr slakri frammistöðu á púttvellinum á s.l. tímabili.

Augnskurðlæknirinn hlýtur líka að hafa verið taugaóstyrkur.  Hann var virkilega með framtíð golfsins undir hnífnum.

En Guði sé lof virðist þessi aðgerð bara hafa tekið og áætlað að Rory nái sér fljótt aftur.