Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 08:45

GS: Zuzanna kylfingur ársins

Aðalfundur GS fór fram 8. desember 2015 og á honum var m.a. kylfingur ársins í klúbbnum heiðraður.

Sá kylfingur sem þennan heiðurstitil hlýtur í ár er Zuzanna Korpak.

Zuzanna Korpak

Zuzanna Korpak

Í frétt frá GS segir m.a.:

Hún (Zuzanna) sýndi miklar framfarir á árinu, endaði í 3. sæti stigalista GSÍ í sínum flokki og varð Íslandsmeistari í holukeppni GSÍ. Zuzanna tók þátt í landsliðsverkefnum á árinu og hefur sýnt að hún er afrekskylfingur framtíðarinnar. Zuzanna hefur sýnt fram á mikla elju og dugnað við sína golfiðkun, sýnt fádæma góðan árangur síðustu árin og er vel að þessum titli komin.“