Jarrod Lyle m/ 2 ása … í sama móti!!!
Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle átti ekki bara eitt heldur tvö draumahögg á góðgerðarmóti sem hann tók þátt í, í dag, 8. desember 2015, í Melbourne, Ástralíu.
Málið var það, að í mótinu taka þátt ríkir styrktaraðilar og tilgangur að gera betur en atvinnumaðurinn (hér: Lyle).
Á ensku nefnist þetta „Beat the Pro-mót.“
Veðjað er á fyrir hverja par-3 holu hvort áhugamanninum (ríka styrktaraðilanum) takist að vera nær holu en atvinnumanninum.
Styrktaraðilarnir áttu ekki séns gegn Lyle; hann notaði 9-járn við fyrra draumahöggið og notaði fleygjárn 5 tímum seinna þegar hann fékk annan ásinn sinn í mótinu, í Yarra Yarra golfklúbbnum þar sem mótið fór fram.
Þegar seinni ásinn kom hafði einn áhugamaðurinn slegið bolta sinn aðeins 2 m frá holu og enn annar 1 metra og nú var undir Jarrod komið að gera betur.
Bolti Lyle flaug beint ofan í holu.
Um atvikið sagði Lyle: “They were giving it to me, then I just hit and it somehow weaved between their balls and went in — we couldn’t believe it. It cost them a few bucks, but they absolutely loved it.”
(Lausleg þýðing: „Þeir voru að láta mig finna fyrir því svo ég sló bara og hann (boltinn) smaug milli þeirra bolta og fór ofan í (holu) – við trúðum þessu ekki. Þetta kostaði þá nokkra dollara en þeir algjörlega elskuðu þetta.“
Lyle hefir barist við hvítblæði og haft tvívegis betur. Hann sýndi að hann er að góðri leið tilbaka í keppnisgolfið þegar hann fékk ás á æfingahring í Bandaríkjunum um miðjan októbermánuð s.l.
Hann er líka þekktur fyrir að hafa fengið ás á „partý holuna“ frægu (þá 16.) á Phoenix Open árið 2011 – en fyrsta ás sinn fékk Lyle í Wales í móti 2004. Sjá má myndskeið af þessum fræga ás Lyle í Phonix 2011 með því að SMELLA HÉR:
Enn annar kylfingur fór holu í höggi á þessu styrktarmóti í Yarra Yarra golfklúbbnum í dag og sá fékk í verðlaun hund – já þau eru ýmiskonar verðlaunin í golfi!!! Hmm Golf 1 er ekki viss hér svo við látum bara fylgja setninguna á ensku „guest who won a greyhound for his efforts.“ Greyhound getur þýtt þessi hái, mjói hundur; Greyhound er líka drykkur kannski líklegri verðlaun? eða greyhound getur verið rútuferðalag með Greyhound rútufyrirtækinu. Hver verðlaunin voru nákvæmlega verður ekki rannsakað nánar og verða lesendur Golf1 bara að velja líklegustu verðlaunin sem gefin voru, en þau voru a.m.k. Greyhound!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
