Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 10:00

PGA: Bubba landaði sigri á Bahamas

Bubba Watson stóð engum að óvörum uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge móti Tiger Woods.

Hann lék samtals á 25 undir pari, 263 höggum (67 67 63 66).

Í 2. sæti varð Patrick Reed 3 höggum á eftir Bubba eða á samtals 22 undir pari. Í 3. sæti var Rickie Fowler á samtals 21 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: