Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 07:30

Evróputúrinn: Nathan Holman sigraði á ástralska PGA meistaramótinu! Myndskeið

Það var Ástralinn Nathan Holman sem stóð uppi sem sigurvegari the Australian PGA Championship eftir dramatískan lokasprett á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni nú í morgun.

Hann lauk keppni á sléttu pari, 288 höggum (77 68 7073) ásamt þeim Harold Varner III frá Bandaríkjunum (74 73 66 75) og Dylan Fritelli frá S-Afríku (70 72 71 75).

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði heimamaður betur en hinir tveir!

Til þess að sjá kampavínssturtuna sem Holman fékk eftir að ljóst var að hann hefði sigrað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna að öðru leyti á Australian PGA Championship SMELLIÐ HÉR: