Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 07:00

Kaymer og Stenson vinsælastir í hlutverk James Bond

Þegar  „Spectre,“ þ.e. 24. James Bond myndin var frumsýnd fyrir mánuði síðan þ.e. 6.nóvember 2015 , þá birtust fréttir þess efnis að Daníel Craig, aðalleikari myndarinnar hefði tekið fyrir það að hann myndi leika hlutverk Bond í 5. myndinni með honum í hlutverki njósnara hennar hátignar.

Leitin að nýjum 007 stendur því yfir.

Þeir á Evrópumótaröðinni eru greinilega með áhyggjur af þessu og bjuggu til skoðanakönnun, hvaða leikmaður á túrnum myndi best passa í hlutverk Bond.

Er Stenson næsti Bond?

Er Stenson næsti Bond?

Sá sem vann með yfirburðum er sænski kylfingurinn skapstóri Henrik Stenson og í 2. sæti var Martin Kaymer frá Þýskalandi.

Stenson hlaut 44,44% atkvæða og Kaymer, sem lenti í 2. sæti hlaut meira en helmingi færri atkvæði eða 20,06%.

Stenson sá húmorinn í þessu öllu og póstaði eftirfarandi á facebook síðu sína:

„After my poor play in Cimb Classic I have decided to leave golf briefly to pursue a new career in acting,“ (Eftir slakan leik á Cimb Classic hef ég ákveðið að hætta í golfi stuttlega og hefja nýjan feril sem leikari.“) Þetta er þó allt í gríni því hann tekur fram í næstu setningu að hann muni spila á því móti, sem var næst á eftir Cimb Classic.