Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2015 | 21:00

Stenson lætur golfpokann finna fyrir því! – Myndskeið

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er nú aðeins í 2. sæti á Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku fyrir lokahring mótsins sem leikinn verður á morgun. Hann er 1 höggi á eftir Marc Leishman eftir að hafa verið í forystu allt mótið.

Dagurinn fór ekki alveg eins og meistari Stenson vildi …. og golfpokinn hans fékk að kenna á því.

Stenson er mikill skaphundur og þekktur fyrir að brjóta kylfu eða tvær og stundum líka skápa í búningsherbergjum – sjá frétt þess efnis með því að SMELLA HÉR: 

En í dag fékk golfpokinn að kenna á því þegar boltinn lenti í sandglompu við 18. holu, sem ekki var nógu vel rökuð að mati Stenson.  Jamm, Stenson ekki alveg kominn í jólaskapið … en svo er bara að bíða og sjá hvað gerist á morgun!

Sjáið golfpokaatvikið með því að SMELLA HÉR: