Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2015 | 10:00

GÓ: Góðri vertíð lokið e. Rósu Jónsdóttur, formann GÓ

Hér á eftir fer grein formanns Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Rósu Jónsdóttur,  um golfárið hjá GÓ:

„Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við kylfinga í sumar.  Norðanáttir, kuldi og rigning einkenndu golfsumarið.  Þrátt fyrir það var ágæt umferð á vellinum (Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði). Völlurinn var alveg þokkalegur, allavega eins góður og sumarið bauð upp á . Starfsemnn á vellinum voru Ólafur Halldórsson og Jóhann Jóhannsson og stóðu þeir sig vel.

Í sumar var boðið upp á golfæfingar fyrir börn og ungmenni.  Æfingar voru 3 sinnum í viku og stunduðu rúmlega 20 krakkar þær æfingar. Einnig var boðið upp á byrjandanámskeið fyrir fullorðna og voru þau námskeið vel sótt. Leiðbeinandi á þessum æfingum var Sigurður Ingvi Rögnvaldsson.

Konukvöldin voru á mánudögum, karlakvöldin á þriðjudögum, Arionbankamótaröðin á miðvikudögum og svo voru haldin nokkur opin golfmót.  Heldri mennirnir okkar héldu síðan áfram að hittast flesta morgna og leika golf.  Góð þátttaka var í þessum skipulögðu atburðum sumarsins.

Mót sumarsins. Mjög góð þátttaka var í mótum sumarsins.

  • Meistaramót GÓ. Klúbbmeistari karla Sigurbjörn Þorgeirsson og kvenna Brynja Sigurðardóttir.
  • Miðvikudagsmótaröðin styrkt af Arionbanka Ólafsfirði haldin á miðvikudögum í sumar, stigammót fjöldi þátttakenda í einstaka mótum var 30.  Stigameistari í höggleik án forgjafar, Bergur Rúnar Björnsson. Í punktakeppni fgj. 26,4 og lægri var það Björn Kjartansson og í forgjafarfl. 26.5 og hærri Hafsteinn Þór Sæmundsson.
  • Kvennamót GÓ, punktakeppni með forgjöf, Jónína Kristveig Ketilsdóttir, GA í flokki kvenna með forgjöf 28 og lægri en Hlín Torfadóttir, GHD sigraði í flokki kvenna með forgjöf 28 og hærri.
  • Oppna Rammamótið, punktakeppni með forgjöf, Bergur Rúnar Björnsson, GÓ sigraði í karlaflokki og Erla Marý Sigurpálsdóttir GÓ í kvennaflokki.
  • Opna Kristbjargarmótið. Punktakeppni með forgjöf. Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ, sigraði í karlaflokki og Brynja Sigurðardóttir, GÓ í kvennaflokki.
  • Minningarmót GO punktakeppni með forgjöf. 46 þáttakendur, Heiðar Davíð Bragason, GHD lék á besta skorinu og sigraði einnig í karlaflokki og Marsibil Siguðardóttir GHD í kvennaflokki.
  • Norðurlandsmótaröð unglinga, höggleikur án forgjafar. Í flokki 17-21 ára sigruðu Fannar Már Jóhannsson, GA og Birta Dís Jónsdóttir, GHD. Í 15-16 ára sigruðu Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ og Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD. Í flokki 14 ára og yngri sigruðu Lárus Ingi Antonsson, GA og Marianna Ulirksen, GSS. Í 12 ára og yngri sigruðu Óskar Páll Valsson, GA og Sara Sigurbjörnsdóttir, GÓ. Í byrjendaflokki sigruðu þau Gísli Kristjánsson, GSS og Birna Rut Snorradóttir, GA.
  • Karlamót GÓ, punktakeppni með forgjöf.  Kjartan Fossberg Sigurðsson, GA sigraði í forgjafarflokki 0-24 og í forgjafarflokki 24-36 sigraði Anton Konráðsson, GÓ.

Golfklúbburinn heldur árlega stórt barna- og unglingamót í svokallaðri Norðurlandsmótaröð. 53 þáttakendur koma allsstaðar að af Norðurlandinu. Keppt var í 10 flokkum. Auk þessa stóra unglingamóts voru einnig önnur innanfélagsmót haldin fyrir þau.

Karlasveit GÓ lék í 1. deild sveitakeppni GSÍ, sem haldin var á Borgarnesi. Sveit GÓ endaði í 7. sæti og leikur í 2. deild að ári.

Sveitakeppni GSÍ, 2. deild kvenna var haldin í Hveragerði í ár. 8 sveitir tóku þátt. Sveit GÓ endaði í 5. sæti.  GÓ sendi sameiginlega drngjasveit með GA og GHD, í sveitakeppni drngja 16 ára og eldri, sem haldin var á Akureyri.  Þeir enduðu í 5. sæti.

Einnig endi GÓ sameiginlega stúlknasveit GA og GÓ í sveitakeppni stúlkna 15 ára og yngri sem haldin var á Flúðum.  Þær gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 2. sæti (Innskot Gofl 1: Glæsilegt!!!)

Árleg bæjarkeppni við Dalvíkinga fór fram núna í lok ágúst á Ólafsfirði. Skemmst er frá því að segja að Dalvíkingar sigruðu að þessu sinni.

Uppskeruhátíðin „Bændaglíma“ var haldin með pomp og prakt þann 26. september. Leikin var holukeppni þar sem lið Sigurbjörns Þorgeirssonar vann nauman sigur á liði Bergs Rúnars Björnssonar.  Að venju var veglegt lokahóf um kvöldið, verðlaun voru veitt fyrir sumarið og skemmtu sér allir konunglega.

Rósa Jónsdóttir, formaður.