Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 22:00

PGA: 3 efstir og jafnir á Bahamas e. 2. dag

Það eru þeir nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth, Bill Haas og Jimmy Walker, sem deila forystunni eftir 2. dag á Hero World Challenge, sem fram fer í Albany á Bahamas.

Þremenningarnir hafa allir leikið á 11 undir pari, hver.

Bubba Watson, Patrick Reed og Chris Kirk deila síðan 4. sætinu aðeins 1 höggi á eftir.

Og allt er þegar þrennt er. Sjöunda sætinu deila nefnilega líka 3 aðrir kylfingar: Matt Kuchar, Paul Casey og Zach Johnson, allir á samtals 8 undir pari, hver.

Sjá má hápunkta 2. dags á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:  

Sjá má stöðuna eftir 2. dag Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: