Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bjarki og Emil Þór – 2. desember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bjarki Pétursson GB og Emil Þór Ragnarsson, GKG. Báðir eru þeir fæddir sama dag og sama ár og greinilegt að þetta er afmælisdagur frábærra kylfinga. Báðir eru þeir Bjarki og Emil Þór í bandaríska háskólagolfinu, Bjarki spilar fyrir Ohio State og Emil Þór Nicholls State.

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1

Emil Þór hefir á undanförnum árum spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann er m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Úthliðar 2013 og klúbbmeistari Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 2014.

Emil Þór Ragnarsson og Ingunn Einarsdóttir, klúbbmeistarar GKG 2014. Mynd: GKG

Emil Þór Ragnarsson og Ingunn Einarsdóttir, klúbbmeistarar GKG 2014. Mynd: GKG

Komast má á facebook síðu Emils til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Emil Þór Ragnarsson, GKG. Mynd: Golf 1

Emil Þór Ragnarsson (21 árs – Innilega til hamingju elsku Emil Þór með afmælið!!!)

Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1

Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1

Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!!

Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar á Íþróttahátíð UMSB í kjölfarið; hann var síðan valinn íþróttamaður Borgarness 3. árið í röð, árið 2013.

Árið 2012 spilaði Bjarki bæði á Unglingamótaröð Arion banka og á Eimskipsmótaröðinni og það sama er að segja árið 2013; hann lék bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Árið 2012 vann Bjarki 1. mótið á Unglingamótaröðinni uppi á Skaga, sem og 3. mótið í Korpunni.

Bjarki hefir spilað á mótum erlendis í ár m.a. tók hann þátt í Finnish Amateur Championship 2012 og 2013.

Þá er eftirminnilegt þegar Bjarki varð í verðlaunasæti (3. sæti) í einstaklingskeppninni á European Boys Challenge Trophy, sem fram fór í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu en mótið fór fram dagana 20.-22. september 2012.

Frá árinu 2013 er eftirminnilegt þegar Bjarki fór holu í höggi á 15. braut Islantilla á Spáni, 13. apríl 2013. Eins vann hann nokkur opin mót t.a.m. Opna Nettó mótið á heimavelli sínum Hamarsvelli og sömuleiðis Opna Icelandair Hotels mótið í júlí 2013.

Það sem gerðist markvert í lífi Bjarka í ár, 2014, er að hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Borgarnesi. Hann spilaði á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2014 og náði m.a. eftirminnilegum glæsierni þar á 15. braut á 5. mótinu, Goðamótinu á Jaðarsvelli.

Bjarki spilar í ár, 2015, með skólaliði Ohio State í bandaríska háskólagolfinu og hefir gengið vel það sem af er. Eins tók Bjarki

Sjá má eldra viðtal, sem Golf1 tók við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Bjarki Pétursson
Bjarki Peturson (21 árs – Innilega til hamingju elsku Bjarki með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Matthew Shippen, Jr., (f. 2. desember 1879 – d. 20. maí 1968); Jóhanna Axelsdóttir 2. desember 1943 (72 ára); Jenny Lee Smith, 2. desember 1948 (67 ára); Jay Haas, 2. desember 1953 (61 ára); Logi Bergmann, 2. desember 1966 (49 ára); Alexander Čejka, 2. desember 1970 (45 ára); Ölver Jónsson 2. desember 1970(45 ára); Marco Ruiz, 2. desember 1974 (41 árs ); ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Hér fylgir með í lokin hugmynd að afmælis „Santa Hat Brownies“, sem er í raun bara brúnkur sem gerðar eru jólalegar. Sjá með því að SMELLA HÉR: