Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 12:00

Óvíst hvenær Tiger snýr aftur í keppnisgolf og 7 aðrir pkt. af döprum blaðamannafundi

Í gær hélt Tiger Woods fremur dapran blaðamannafund.  Aðalatriðið sem kom upp úr dúrnum var að hann hafði engar dagsetningar á takteinum hvenær hann myndi snúa aftur í keppnisgolfið. Þetta er fyrsti blaðamannafundinn sem Tiger heldur eftir að hann gekkst undir 2. bakuppskurð í fríi sínu frá golfi. Tiger svaraði nokkrum spurningum, en svör hans var líklega ekki það sem menn vildu heyra. Hér eru 7 viðbótaratriði af þessum dapra blaðamannafundi: h

1) Hann hefir fyrir utan að vita ekki hvenær hann snýr aftur til keppni yfirleitt nokkra hugmynd um hvenær hann mun spila golf aftur.

2) Hann getur gengið.

3) Hann spilar mikið tölvuleiki.

4) Allar þrjár skurðaðgerðirnar sem hann hefir gengist undir nú voru gerðar á sama stað í baki hans.

5) Hann er spenntur fyrir Ryder bikarnum. „Mér finnst svo sannarlega að ég geti hjálpað liðinu … að vera valinn aðstoðarþjálfari Davið er sannarlega heiður.“

6) Chris Como er enn þjálfarinn hans. .

7) Kannski eini bjarti punkturinn: hann hefir ekki í hyggju að draga sig úr keppnisgolfinu.

8) Hann er virkilega ánægður með feril sinn.