Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 14:15

Verðmæti vörumerkja sem tengjast Rory metin á 56 milljarða króna

Nýja umboðsskrifstofa Rory McIlroy hefir metið verðmæti sem tengist vörumerkjum Rory á €400 milljónir eða 56 milljarða íslenskra króna.

Viðskilnaður Rory við fyrrum umboðsskrifstofu sína í Dublin kostaði hann $ 25 milljónir eða u.þ.b. 3.3 milljarða íslenskra króna.

Nýja umbosðsskrifstofa Rory þar sem Donal Casey er m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri hefir umsjón með öllum auglýsingatekjum, sem Rory fær m.a. frá Nike sportswear, Omega watches, Bose, Upper Deck og af tölvuleikjum.

Verðmæti McIlroy vörumerkisins – sem laðaði m.a. Nike að til þess að gera $25 milljóna 10 ára samning við hinn 26 ára kylfing (Rory) – er nákvæmlega metið $422.13m (€399.55m) eða u.þ.b. 56 milljarðar íslenskra króna af nýju umboðsskrifstofunni og er þá átt við ósnertanleg verðmæti (intangible assets) tengdum vörumerkinu.

McIlroy vinnur í mörgum löndum, en kaus að allt sem tengdist hans nafni, vörumerki og vörumerkjarétti skyldi hafa höfuðstöðvar á Írlandi og kom á laggirnar sínu eiginn fyrirtæki til þess að einfalda viðskipti sín.

Á síðasta ári vann Rory McIlroy sér inn €5.88milljónir eða um 823 milljónir íslenskra króna og síðan  $8.2 milljónir á bandaríska PGA Tour eða 1148 milljónir íslenskra króna þ.e. 1.1 milljarð íslenskra krónur.

Hins vegar eru ekki í þessum tölum, verðlaunafé og annað vegna þess að það er skattlagt eftir lögum þess ríkis þar sem mótið fór fram.

Fyrr á árinu gaf Forbes magazine út að auglýsingatekjur Rory á árinu þar áður (2014) hefðu verið $32 milljónir eða u.þ.b. 4.2. milljarðar.

Nr. 1 á heimslistanum er því vellauðugur maður ekki orðinn 30 ára!