Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 13:30

FPG Tour: Þórður Rafn T-9 á sterku móti í Flórída

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í  Thanksgiving Classic mótinu, sem er hluti af Florida Professional Golf mótaröðinni (skammst. FPG Tour).

Mótið fór fram á Green Valley vellinum í Flórída 28.-29. nóvember s.l. og voru leiknir 2 hringir.

Þátttakendur í mótinu voru 95.

Þórður Rafn varð T-9 lék á samtals 4 undir pari (69 71).

Á facebook síðu sinn sagði Þórður Rafn m.a. eftirfarandi eftir mótið:

Það vantaði að setja nokkur pútt í, sér í lagi af 3-5 metra færi. Hefði einnig átt að redda mér betur í nokkrum tilfellum fyrir utan flöt

Þórður hyggst taka þátt í öðru móti 10.-11. desember og vonandi gengur honum sem allra best þá.

Sjá má lokastöðuna í Thanksgiving Classic með því að SMELLA HÉR: