Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2015 | 13:40

Klingja brúðkaupsbjöllur fyrir Rory og Ericu?

Þegar nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy hóf samband sitt með hinni bandarísku Ericu Stoll, þá töldu margir að það myndi ekki endast lengi.

Rory hafði nýlokið sambandi sínu við tennisdrottninguna Caroline Wozniacki, en hann lauk því með 10 mínútna símtali við hana, s.s. frægt er, en þau voru þá trúlofuð og plön upp um að gifta sig.

En það er ekki hægt að skipuleggja ástina, hún bara er. Það sem gerist, gerist.

En svo virðist sem brúðkaupsbjöllurnar séu aftur byrjaðar að klingja kringum Rory.

Vinir hans hafa komið fram í Sunday Independent sem staðhæfa að vinur þeirra, Rory, 26 ára, hafi nú loks fundið hina einu réttu.

Trúlofunarhringur gæti verið í nánd. Vinirnir segja að Rory sé mjög öruggur með að Erica sé sú eina rétta fyrir sig. „Verið ekki undrandi að heyra að hann hafi beðið hennar, þetta gengur allt mjög, mjög vel,“ sagði einn vinanna.

Aðrir heimildarmenn segja að Erica hafi nú verið kynnt fyrir öllum helstu vinum Rory bæði í Flórída og á Írlandi og þeim líki öllum mjög vel við hana og þau áhrif sem hún hefur á Rory.

„Hún er virkilega, virkilega yndisleg stúlka,“ sagði einn heimildarmaðurinn. „Mjög indæl og með báðar fætur á jörðinni og það sem öllum ber saman um er hversu góð hún sé fyrir Rory. Ég myndi ekki vera undrandi ef þau giftu sig. Þegar maður veit að eitthvað er rétt – það veit maður það einfaldlega (léleg þýðing á  ‘when you know – you know’ [you’ve met the right person] )“ og vinirnir halda að svo sé einmitt komið fyrir Rory.

Hún hefir hitt fjölskyldu hans, líka. Foreldrum hans þykir mjög vænt um hana. Og hún nær góðu sambandi við alla. Það er erfitt að ímynda sér betri maka (fyrir Rory).“

„She’s met his family too. His parents are very fond of her. And she gels well with everyone. You’d be hard pressed to find a better match.“

Myndir segja meira en mörg orð og flestum fannst Rory lýsast upp ekki bara yfir sigri sínum helgina fyrir s.l. helgi þ.e. á DP World Tour Championship, heldur vegna þess að Erica var við hlið hans.

Að vera með Ericu á sigurmyndunum, setja hana í fyrsta sæti og í miðju lífs síns, öllum fannst augljóst hversu mikilvægt það væri Rory.

Placing Erica by his side at the awards ceremony, putting her front and centre of his life, was significant for the golfer.

Sagt er að hann hafi brennt sig illilega á sambandinu við Wozniacki, sem var í fjölmiðlum eins og hver önnur sápuópera og sagt er að hann ætli ekki að gera sömu mistökin tvisvar.

Þetta samband Rory við Ericu er allt annars eðlis. Með Wozniacki var myndum af parinu dreift, þeim var tvítað og þau voru á Instagram með milljónir fylgjenda, meðan að varla er hægt að finna mynd af Rory og Ericu saman.  Hann hefir verndað einkalíf sinn í mun ríkari mæli í þetta sinn.

Erica hefir einnig lagt sitt til en henni er ekkert sérlega vel við athygli fjölmiðla, en hún setur upp húfur og gleraugu þegar ljósmyndarar ná af henni myndum.

Erica, sem starfar fyrir PGA Tour hefir heldur aldrei tjáð sig opinberlega um samband sitt við Rory, hún verndar sambandið með virðingarverðri þögn. Jafnvel nánir vinir Ericu fá ekki að vita um smáatriði einkalífs og sambands hennar við Rory, en hún telur það einvörðungu koma þeim tveimur og engum öðrum nokkuð vð.

Þannig að þegar fyrsta opinbera myndin af þeim skötuhjúum, Rory og Ericu var birt af þeim í Dubaí var litið á það sem meiriháttar skilaboð frá Rory.

Þetta var hans stund að segja áhangendum sínum að hann sé hamingjusamur ekki bara í íþrótt sinni og atvinnumennskunni heldur í því sem skiptir hann mestu einkalífinu.

Maður þarf bara að sjá hvernig hann horfir á hana,“ sagði einn vinanna, „hann er yfir sig ástfanginn af henni.“ Annar heimildarmaður hélt áfram: „Það vantar allt dramað, hún styður við bakið á honum og hún var algerlega ástríðufull varðandi golfið jafnvel áður en hún kynntist Rory þannig að þau eiga margt sameiginlegt og Rory er í góðu jafnvægi í lífi sínu núna. Leikur hans leið þegar hann var með Caroline en Erica er hefir andstæð áhrif.

Erica bjargaði Rory s.s. frægt er orðið í „kraftaverkinu í Medinah.“ Það er henni að þakka að Ryder bikarlið Evrópu vann 2012, því hefði hún ekki komið Rory út á völl, er óvíst að sigur hefði unnist á bandaríska Ryder bikars liðinu.

Erica hefir þó tjáð sig á Twitter áður en hún hóf samband sitt við Rory. Hún tvítaði m.a.s. einu sinni um það hversu leitt henni þætti að vera ekki í sambandi. Hún tvítaði: „Perhaps I am single because instead of going out on a Friday night, I’d rather sit on the couch with a bottle of wine and watch the US Open.“ (Lausleg þýðing: Kannski er ég ein vegna þess að í stað þess að fara út á föstudagskvöldi sit ég miklu fremur í sófanum með vínflösku að horfa á Opna bandaríska (risamótið) ).