Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 07:00

LPGA: Cristie Kerr sigraði á CME Group Tour Championship

Það var Cristie Kerr, sem stóð uppi sem sigurvegari á CME Group Tour Championship.

Kerr lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 69 66 68).

Á hæla hennar aðeins 1 höggi á eftir kom landa hennar Gerina Piller, en hún lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum.

Piller deildi 2. sætinu með Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem búin var að leiða allt mótið. Lexi Thompson varð í 4. sæti

Til þess að sjá lokastöðuna á CME Gropu Tour Championship SMELLIÐ HÉR: