Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Tveir strákar taka upp bolta Kaymer

Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer nú fram í Dubai; DP World Tour Championship.

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er meðal efstu manna.

Martin Kaymer

Martin Kaymer

Á 2. hring varð hann fyrir því óláni að tveir strákar tóku upp golfbolta hans.

Þetta er eitt af því sem gera verður ráð fyrir að börn hegði sér stundum með óskiljanlegum hætti, en það sem er lítt skiljanlegt er faðir drengjanna eða einhver fullorðinn sem þeir hlaupa til með boltann.

Hann er ekkert að skamma þá eða gera ráðstafanir til að koma boltanum á réttan stað. Ótrúlegt!

Sjá má myndskeiðið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: