Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:45

Evróputúrinn: Fylgist með 3. hring DP World Tour Championship í Dubai hér

DP World Tour Championship, sem er árlegt lokamót Evrópumótaraðarinnar er nú hálfnað.

Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem leiðir á samtals 12 undir pari (66 66).

E.t.v. ekki margir sem kannast við Sullivan og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo er í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir.

Fyrrum nr.1 á heimslistanum Rory McIlroy geysist upp skortöfluna byrjar 3. hring geysivel og er búinn að fá 3 fugla eftir aðeins 4 spilaðar holur af 3. hring og er þar með orðinn jafn Grillo.

Til þess að fylgjast með DP World Tour Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: