Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:10

LPGA: Yang leiðir á CME Group Tour Championship e. 2. dag

Það er Ha Na Yang frá Suður-Kóreu, sem leiðir á CME Group Tour Championship, sem fram fer í Naples, Flórída og er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Hún er búin spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65).

Í 2. sæti er Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, 2 höggum á eftir á samtals 8 undir pari (69 67).

Þriðja sætinu deila bandarísku kylfingarnir Jennifer Song og Cristie Kerr á samtals 7 undir pari, hvor.

Enn öðru höggi á eftir eru Solheim Cup drottningarnar Brittany Lincicome, Gerina Piller og Karine Icher, allar á 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á CME Group Tour Championship e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: