Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:00

PGA: Chappell leiðir í hálfleik á RSM

Mót vikunnar á PGA mótaröðinni er The RSM Classic.  Mótið fer fram á Sea Island Resort í Georgíu.

Eftir fyrstu 2 hringina er það bandaríski kylfingurinn Kevin Chappell sem er í forystu.

Chappell, sem er nr. 142 á heimslistanum, er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (66 65).

Fyrir hálfleik var hann 1 höggi á eftir forystunni, en hann var þegar á 2. hring orðinn ógnandi með fuglum á 4., 5. 8. og 10. holu á Seaside vellinum. Eina höggið sem hinn 29 ára Chappell tapaði var á stuttu par-3 12. holunni, en hann kom frábærlega tilbaka með erni á 15. eftir að hafa þurft að chippa upp úr flatarglompu til að ná  11 undir par.

Chappell viðurkenndi eftir hringinn að hann hefði verið heppinn að boltinn lenti í holunni. Hann sagði: „Vindurinn blés mun meir í dag og við erum mjög heppnir að völlurinn er í frábæru ásigkomulagi. Hann er svo mjúkur þannig að sumar brautirnar verða víðari en þær eru í ruan og það er hægt að komast upp með að tapa höggum svo lengi sem maður nær að spila almennilega í vindinn.“

Forystumaður 1. dags Kevin Kisner er á hælunum á Chappel ásamt Svíanum Freddie Jacobson, en þeir deila 2. sæti í mótinu á 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á The RSM Classic SMELLIÐ HÉR: