Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2015 | 10:00

Haraldur Franklín og Ragnar Már tjá sig um ísbirni og mörgæsir á Íslandi – Myndskeið

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG spila með golfliði Louisiana Lafayette, í bandaríska háskólagolfinu.

Haraldi Franklín hefir gengið sérlega vel að undanförnu en hann var m.a. valinn leikmaður októbermánaðar 2015 í skólanum.

Nú fyrir skemmstu var tekið upp myndskeið af þeim tveimur Haraldi og Ragnari, þar sem þeir segja frá sjálfum sér og viðbrigðunum að koma til Louisiana, þar sem engir ísbirnir og mörgæsir eru!

Báðir eru sammála um að gott sé að spila golf í Louisiana vegna þess að hægt sé að spila golf mun lengur en hér heima.

Myndskeiðið með þeim Haraldi Franklín og Ragnari Má má sjá með því að SMELLA HÉR: