Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2015 | 10:00

GO: Fundað um framtíð Urriðavallar

Síðastliðin föstudag komu starfsmenn Golfklúbbsins Odds saman og fóru yfir framtíð Urriðavallar. Fundurinn var afar góður en markmið fundarins var að fá vallarstarfsmenn, starfsmanna í vallarþjónustu og afgreiðslu, til að lýsa sinni framtíðarsýn á Urriðavelli og umhverfi hans.

Líflegar umræður sköpuðust um völlinn en farið var í gegnum hverja braut fyrir sig og ræddar mögulegar breytingar. Með fundi sem þessum gefst okkar starfsmönnum tækifæri til að koma á framfæri sinni þekkingu á vellinum við starfsmenn skrifstofu GO.

Fjölmargar góðar hugmyndir komu fram á fundinum en helsta niðurstaða fundarins er sú að ráðast þarf í endurbyggingu á mörgum teigum vallarins ásamt byggingu byrjendateiga á öllum brautum. Fleiri breytingar voru ræddar en þeim verður nú forgangsraðað eftir mikilvægi og kostnaði.

Starfsmenn Urriðavallar ásamt framkvæmdastjóra GO, Þorvaldi Þorvaldssyni

Starfsmenn Urriðavallar ásamt framkvæmdastjóra GO, Þorvaldi Þorvaldssyni