Hver er kylfingurinn: Kristoffer Broberg?
Kristoffer Broberg sigraði sunnudaginn 15. nóvember 2015 á BMW Masters á Lake Malaren golfvellinum í Shanghaí í Kína. Þetta var fyrsti sigur hins 29 ára Svía.
Kristoffer Broberg fæddist 1. ágúst 1986 í Stokkhólmi í Svíþjóð og á því sama afmælisdag og t.a.m. Nökkvi Gunnarsson, NK.
Broberg hóf atvinnumannsferil sinn á Nordic League, þar sem hann sigraði í 4 mótum á árunum 2011 og 2012. Hann hóf einnig að spila á Challenge Tour árið 2012. Hann sigraði á 2. mótinu sem hann spilaði í the Finnish Challenge, 5. ágúst það ár. Hann sigraði aftur vikuna þar á eftir á the Norwegian Challenge. Broberg vann síðan 3. skiptið þann mánuðinn áthe Rolex Trophy og vann sér inn sjálfkrafa keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í kjölfarið. Broberg er sá leikmaður, sem það hefir tekist hvað hraðast eftir að hafa einungis spilað í 5 mótum á keppnistímabilinu. Sigrarnir fleyttu Broberg líka upp heimslistann en hann var í 1,109. sæti og fór upp í 173. sætið á örskömmum tíma og lauk árinu í 79. sæti heimslistans eftir að hann náði 2. sætinu á Alfred Dunhill Championship.
Broberg var ansi nálægt því að ná fyrsta sigri sínum á Evrópumótaröðinni 2014 þegar hann varð T-3 á Irish Open og varð síðan í 2. sæti á the Scottish Open. Hann varð líka í 3 skipti í 2. sæti á he Made in Denmark mótinu.
Eins og segir vann Broberg fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni í gær, þ.e. BMW Masters, sem er eitt fjögurra móta í Race to Dubai series. Hann sigraði í bráðabana gegn bandaríska kylfingnum Patrick Reed, með fugli í bráðabananum. Þetta var 100. sigur sænsks kylfings í sögu Evrópumótaraðarinnar og meðal verðlauna sem Broberg fékk er félagsaðild til 2017!
Vel gert hjá Broberg!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
