Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:30

Birgir Leifur bætti sig á 2. hring í lokaúrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er búinn að leika fyrstu tvo hringina á  lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á 4 yfir pari, 146 höggum (74 72) og á smá verk fyrir höndum ætli hann sér að vera meðal efstu 25 sem hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2015-2016.

Birgir Leifur er sem stendur T-125 þ.e. jafn 9 öðrum sem eru á sama skori og hann.

Þess ber að geta að þetta er gríðarsterkt úrtökumót og margir strákanna sem þar keppa hafa verið á Evrópumótaröðinni áður.

Efstir sem stendur eru Ítalinn Fillipo Bergamaschi og Austurríkismaðurinn Lucas Nemecz; báðir búnir að spila á 10 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina með því að SMELLA HÉR: