Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:20

LPGA: Inbee sigraði á Lorena Ochoa mótinu – 5. sigurinn í ár!!!

Inbee Park frá Suður-Kóreu sigraði í 5. sinn á Lorena Ochoa mótinu í Mexíkó í gær.

Þetta var 5. sigur Inbee á LPGA á árinu og 17. sigur hennar á ferlinum.

Inbee lék samtals á 18 undir pari og átti 3 högg á þá sem næst kom en það var Solheim Cup stjarnan spænska Carlota Ciganda, sem lék á samtals 15 undir pari.

Í 3. sæti varð Sei Young Kim og í 4. sæti So Yeon Ryu, báðar frá Suður-Kóreu.  Japanska stúlkan Sakura Yokomine hafnaði síðan í 5. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa mótinu SMELLIÐ HÉR: