Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:05

Evróputúrinn: Broberg sigraði í Kína

Það var Svíinn Kristoffer Broberg sem bar sigur af hólmi í bráðabana við Bandaríkjamanninn Patrick Reed á BMW Masters.

Báðir voru þeir búnir að spila hefðbundnar 72 holurnar á 17 undir pari, 271 höggi.

Það var því par-4 18. holan sem spiluð var í bráðabana á Lake Malaren golfvellinum þar sem mótið fór fram og þar sigraði Broberg þegar á 1. holu með fugl meðan Reed var á pari.

Hann er því orðinn að milljónamæringi á þessum eina sigri en fyrir hann hlaut Broberg € 1,070,334 eða u.þ.v. 143 milljóna íslenskra króna.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: