Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 07:00

LPGA: Inbee efst á Lorena Ochoa mótinu í Mexíkó

Það er Inbee Park sem leiðir eftir 1. hring á Lorena Ochoa Invitational, sem er mót vikunnar á LPGA.

Inbee lék fyrsta hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Suzann Pettersen, Angela Stanford og Minjee Lee.

Síðan er annar hópur 7 kylfinga sem deilir 5. sætinu; en þeir léku allir á 69 höggum eða 2 undir pari; Þeirra á meðal en spænski kylfingurinn Azahara Muñoz.

Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: