Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 12:00

Fyrrum kaddý Tiger – Williams – ver þrælakomment sitt

Fyrrum kaddý Tiger Woods, varði það að hafa notað orðið „þræll“ eða að Tiger hafi komið fram við sig eins og þræl þegar hann lýsti samskiptum sínum við þennan fyrrum nr. 1 á heimslistanum í golfi og fyrrum vinnuveitanda sinn.

Williams hefir verið harðlega gagnrýndur fyrir orðaval sitt þegar nokkrar setningar úr nýútkominni bók hans „Out of the Rough,“ birtust þar sem hann var gagnrýninn á hegðun Tiger

Í þessum útdrætti úr bók Williams sagði hann um Tiger: „He was well known for his bad temper and, while that wasn’t pleasant to witness, you could live with it because it ended as quickly as it started. But he had other bad habits that upset me. One thing that really pissed me off was how he would flippantly toss a club in the general direction of the bag, expecting me to go over and pick it up. I felt uneasy about bending down to pick up his discarded club, it was like I was his slave.“

Lausleg þýðing: „Hann var vel þekktur fyrir slæmt skap sitt og jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið gaman að vera vitni að því þá var hægt að lifa með því, því (slæma skapinu) lauk eins fljótt og það hófst. En hann hafði aðra slæma ávana sem urðu til þess að ég var miður mín. Eitt sem virkilega pirraði mig var að hann henti allt í einu kylfu í áttina að golfpokanum og bjóst við að ég færi yfir að honum og tæki hana upp. Mér leið illa að beygja mig niður og taka upp kylfuna, sem hann hafði fleygt frá sér, það var eins og ég væri þrællinn hans.“

Á meðan Williams sagði í viðtali við Australian Associated Press í síðustu viku að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum að útgefendur hefðu valið þennan kafla til birtingar í dagblað á Nýja Sjálandi þá sló hann á allt aðra strengi í tölvupósti til  USA Today Sports.

„Í þessum hluta heims þar sem þrælahald var aldrei við lýði þá notar fólk hugtakið þræll sem lýsingu á þjónustu þeirra eða dags daglegri vinnu,“ sagði Williams sem nú er í viku bókarkynningarferð á Nýja Sjálandi.

Við notum þetta orð í lauslegu samhengi hér down under (þ.e. Ástralíu / Nýja-Sjálandi. Eftir að hafa farið yfir bókina nokkrum sinnum áður en hún var birt þá flaug mér aldrei í hug að breyta orðinu.  Þetta var aðeins lýsing á því hvernig mér leið um eitthvað og alls ekki í því samhengi sem orðið er notað gefur það í skyn að ég hafi verið meðhöndlaður eins og þræll.

Williams vann hjá Tiger í 13 ár og var á pokanum hjá honum í 13 af þeim 14 risamótum sem Tiger vann, en hann hefir oft verið býsna gagnrýninn á fyrrum vinnuveitanda sinn frá því hann, öllum á óvart var rekinn, árið 2011. Williams hefir frá þeim tíma unnið með Adam Scott með góðum árangri og þeir eru búnir að ákveða að vinna saman í 10 mótum á næsta ári, 2016.