Steve Williams gæti átt yfir höfði sér málshöfðun af hálfu Tiger vegna nýju bókarinnar
Kylfusveinninn Steve Williams gæti átt yfir höfði sér málshöfðun af hálfu Tiger Woods, vegna samningsbrota en hann var búinn að skrifa undir samning þess efnis að hann myndi ekki greina frá neinu sem fram færi í samskiptum hans og Tigers meðan starfssamband þeirra varði.
Williams birti bók í s.l. viku sem ber heitið „Out of the Rough.“
Þar ber Williams Tiger ekki vel söguna segir hann m.a. skapvondann harðstjóra sem hafi farið með sig eins og þræl. Eins er hann æfur yfir að hafa verið skilinn úti í kuldanum meðan kynlífsskandall Tigers var á allra vörum, en hann segir mikið hafa verið kvabbað á sér þann tíma.
Williams segist hafa upplýst umboðsmann Tigers, Marc Steinberg, um að hann væri að skrifa bókina.
Willams hefir s.l. viku hlotið mikla gagnrýni í golfpressunni fyrir „þræla-komment“ sitt um Tiger m.a. með hliðsjón af því að talið er að hann hafi unnið sér inn yfir $ 11 milljónir á þeim 13 árum sem hann var í þjónustu Tiger.
Williams var líka svaramaður Tiger þegar Tiger og Elin Nordegren giftust árið 2005 og kona Willams, Kirsty og Elin voru/eru góðar vinkonur.
Ekki nema von að Tiger hafi sagt Williams upp; manninum greinilega leið illa að vinna fyrir hann og síðan er hann með einhver tengsl við fyrrum konu hans.
Daginn sem bók Williams kom út; gaf Tiger út fréttatilkynningu að hann væri á spítala að ná sér eftir bakuppskurð. Frábær tímasetning hjá Williams að stinga Tiger enn frekar í bakið! Hvorki Tiger né umboðsmaður hans Mark Steinberg hafa tjáð sig um útgáfu bókar Williams … að svo stöddu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
