Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 16:00

Birgir Leifur lék 3. hring á 69!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í 5. sæti fyrir lokahring úrtökumótsins á Evrópumótaröðina.

Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 205 höggum (66 70 69) og er í 5. sæti úrtökumótsins.

Í dag fékk Birgir Leifur 5 fugla og 3 skolla.

Ef fram heldur, sem undanfarna daga má segja að Birgir Leifur sé kominn með stóru tánna áfram á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, en 15 efstu af 2. stiginu komast á lokaúrtökumótið – Allur morgundagurinn þó eftir og óskar Golf 1 Birgi Leif alls hins besta!

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á 2. stigi úrtökumótsins með því að SMELLA HÉR: