Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 13:00

LET: Xi Yu Lin sigraði á Sanya Ladies Open

Það var kínverska stúlkan Xi Yu Lin sem sigraði á Sanya Ladies Open.

Mótið fór fram 6.-8. nóvember 2015 í Yalong Bay golfklúbbnum í Sayna, Kína og lauk því í dag.

Xi Yu Lin lék á samtals 13 undir pari, 203 höggum (70 68 65) og lék sífellt betur.

Reyndar voru 3 kínverskar stúlkur sem tylltu sér í efstu sætin, en í 2. sæti varð Jing Yan á samtals 11 undir pari og Shanshan Feng, sem eflaust er best þekkt af þeim 3 varð í 3. sæti á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR: