Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Knox með sinn 1. sigur á Evrópumótaröðinni

Skotinn Russell Knox vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í dag, þegar hann bar sigur úr býtum á HSBC Champions í Shanghaí.

Knox lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 65 66 68) og átti 2 högg á þann sem varð í 2. sætinu, Bandaríkjamanninn Kevin Kisner, sem var á samtals 18 undir pari.

Kisner var búinn að vera í forystu allt mótið.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess ða sjá lokastöðuna á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: