Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (35/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 9

Eins og komið hefir fram í þessum greinaþættir eru ekki einungis búnar til heilu kvikmyndirnar um golfið heldur kemur golfsena fyrir …. og  það fyndin í fjölda kvikmynda. Ein þessara mynda er „Animal House“ frá árinu 1978. Þar eiga Otter og Boone úr Delta House heldur skrautleg golfhögg, þar sem eitt lendir í afturendanum á hrossi, með heldur fyrirsjáanlegum afleiðingum.  Og hvað með það þó sveifla Otter líkist fremur einhverju úr hokkí en venjulegri golfsveiflu. Viturlegt comment hans seinna í myndinni  („Don’t think of it as work; the whole point is just to enjoy yourself“) væri góð og gild á hverri golfæfingu sem er. En skemmtilegra er þó að skoða myndskeiðið og það má gera með því að SMELLA HÉR: