Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (34/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Tiger Woods

Tiger Woods

Nr. 10

Á því herrans ári 2007 trúði golfheimurinn því að yfirburðir Tiger hefðu gert golfið meira aðlaðandi í augum þeldökkra. Þannig að Chris Rock keyrði golfbíl í gegnum Harlem (hverfi í New York, þar sem þeldökkir eru yfirgnæfandi fjöldi íbúa) til að sanna kenninguna. Sá fyrsti sem Rock ræddi við hélt að hann væri Tiger.  Rock spyr því næst strák á götunni: „Hvern líkar þér betur við Tiger Woods eða Michael Jordan? Tiger Woods eða O.J.?“  Í báðum tilvikum var svar stráksins „sá síðarnefndi.“  Fyndið … en vakti líka athygli á alvarlegri málefnum.  Chris ætti skilið Óskarinn fyrir frammistöðu sína þarna í Harlem.