PGA: Þórður Rafn komst ekki inn á Sanderson mótið
Þórður Rafn Gissurarson, GR reyndi fyrir sér á mánudags úrtökumóti þar sem 4 efstu fengu þátttökurétt á Sanderson Farms meistaramótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour.
Því miður varð Þórður Rafn ekki í einu af 4 efstu sætunum.
Þórður Rafn skrifaði eftirfarandi á heimasíðu sína:
„Því miður komst ég ekki áfram í Monday Qualifying fyrir Sanderson Farms Championship sem var haldið á sama velli og ég spilaði á síðasta föstudag. Spilaði á þremur höggum yfir pari á mjög blautum velli og var þónokkuð frá því að vera í fjórum efstu sætunum til að komast inn í mótið.
Ég var að slá vel að mestu en stutta spilið var lélegt rétt eins og á föstudeginum. Keppnisformið ekki upp á sitt besta. Ég var hinsvegar sáttur með að ég var aggressívur af teig og innáhöggunum. Leið vel yfir þeim. Var að negla boltann af teig og tók alltaf mið á pinnann. Ekkert öruggt golf, bara allt eða ekkert. Ekki var það sama upp á teningnum í púttunum. Alltof mikill aumingjagangur þar. Líkaminn var ekki að hlusta á heilann að gefa púttunum séns því oft var ég stuttur á holuna.
Ég var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri 9. Tvö léleg bogey sem áttu aldrei að vera auk þess að birdie púttin, flestöll frekar nálægt holu fóru ekki í. Örn á 10 holu lagaði stöðuna umtalsvert og ég hugsaði með mér að ef ég gæti nælt mér í fimm fugla á síðustu 8 holum þá ætti ég mögulega séns. Fór því miður ekki þannig en svona er þetta.
Ég er mjög ánægður með að hafa tekið þátt í mótunum. Þetta er, ásamt Shell Houston Monday Qualifying móti sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum, sterkustu mót sem ég hef tekið þátt í. Ekki einn lélegur kylfingur og allt menn sem kunna að skora lágt. Spilaði með tveimur mjög góðum kylfingum; einum tarfi úr PGA mótaröðinni, Omar Uresti sem hafði verið á þeirri mótaröð í 13 ár og tekið þátt í þónokkrum U.S. Open. Hinn var Ryan Blaum sem endaði topp 50 á Web.com mótaröðinni í ár. Báðir toppkylfingar sem gaman var að spila með. Náði að spjalla nokkuð við Uresti sem gaf mér mjög gott „feedback“. Hefur strax hjálpað mér talsvert og mun gera þegar ég verð kominn aftur til Orlando og byrja að æfa.
Planið næsta mánuðinn er að æfa stutta spilið sérstaklega mikið. Mun örugglega taka þátt í tveimur mótum á Florida Golf Professional Tour í enda mánaðarins og byrjun desember. Að auki kemur Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, í stutta heimsókn til mín í nóvember. Tökum nokkra daga í að vinna í andlega partinum. Hlakka mikið til þess enda er andlega hliðin stór partur af golfinu og þarf að vinna betur í henni.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
