Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2015 | 08:00

Rory kemur golfáhanganda á óvart með því að gefa honum dræver

Barry Edwards kommentaði í gríni á facebooksíðu Rory: „PS Mig vantar nýjan dræver. Er nokkur leið að fá einn af gömlu Nike dræverunum þínum, vinur?

Það sem Edwards bjóst ekki við var að Rory svaraði honum og sagði að það væri ekki máli Edwards yrði bara að senda sér heimilisfangið sitt.

Edwards datt næstum af stólnum, en hann bjóst ekki við að Rory myndi svara sér.  Hann skrifaði því aftur: „Í alvöru? Ég var bara að djóka LOL…“

En Rory var ákveðinn við aðdánada sinn og svaraði enn og aftur: „Er ekki að grínast. Hafðu samband og ég sendi þér einn.“

En svo sagði hann í gríni: „Get ekki ábyrgst að hann drævi 320 yarda fyrir þig 🙂 !

Rory er þekktur fyrir að vera góður við áhangendur sína - Nú er hann í Kína og þar áritaði hann fyrir litlan kínverskan kvenáhanganda

Rory er þekktur fyrir að vera góður við áhangendur sína – Nú er hann í Kína og þar áritaði hann fyrir litlan kínverskan kvenáhanganda